Ófærð / Show Runner 2015
Þáttaröðin Ófærð sem tekin var að miklu leiti upp á Siglufirð (útisviðið) verður að því að komið hefur fram, sýnt á RÚV núna um jólin. Talsvert hefur komið fram í fjölmiðlum um efni þáttanna sem og á lifandi brotum úr myndinni á auglýsingum á RÚV. Ég hafði lofað einum talsmanna upptökuliðsins að sýna ekki neitt af um 500 ljósmyndum sem ég tók á ýmsum tímum á meðan á tökum stóð. Ekki fyrr en þegar þættirnir verði kynntir eða sýndir. Þess vegna voru engar myndir úr þessum flokki birtar á Frickr síðu minni á meðan tökur stóðu yfir.
En nú hefur myndin eins og áður segir verið rækilega kynnt, það er efni hennar. Efnisþráður sem ég var á þeim tíma ekki að sækjast eftir að ná á kortið. Og þess vegna og vegna þess að ég verð ekki heima á Sigló seinnihluta desembermánaðar, þá tók ég þá ákvörðun að birta þessa seríu mína, rúmlega 400 ljósmynda úrtak. Ég vona að það valdi ekki aðstandendum þáttanna neinum óþægindum, heldur veki frekari athygli væntanlegra áhorfenda þáttanna, sem ég vona að verði öllum leikurum og stjórnendum til sóma.
Flestar myndirnar eru teknar með miklum aðdrætti og úr mikilli fjarlægð 80-100 metrum +/-.
438 photos · 320 views
1 3 4 5