Séra Bjarni - 2013
Sunnudagurinn 7. Júlí 2013 - Vígsla minnisvarða um séra Bjarna Þorsteinsson tónskáld og heiðursborgara Siglufjarðar.
Minnisvarðinn er framan við Siglufjarðarkirkju. Einnig var vígt svonefnt Bjarnatorg, sem er skreytt íslensku stuðlabergi.
Myndastyttuna hefur listakonan Ragnhildur Stefánsdóttir gert. Bjarnatorgið er hannað af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt. Þór Sigmundsson steinsmiður vann allt steinverkið.
Arnold Bjarnason, afabarn séra Bjarna, sem gaf myndastyttuna, afhjúpaði minnisvarðan með formlegum hætti.
Páll Samúelsson gaf efni og vinnu við torgið.
Meðal gesta við athöfnina voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Kristján L Möller þingmaður.

+ www.flickr.com/photos/steingrimur-2/sets/
69 photos · 397 views