Heitur borgarafundur
Borgarafundur á Siglufirði, þar sem Ólafsfirðingar voru áberandi. Þetta var heitur fundur, vægt til orða tekið. Fundarefnið var „nýútkomin“ eða öllu heldur nýlega opinberuð stjórnsýsluúttekt. Þeir einu sem tóku til máls og "spurðu" spurninga voru Ólafsfirðingar, ekki þó alveg svona hefðbundnar spurningar heldur langar lýsingar á þessu og hinu, ásamt starfs og menntunarferli viðkomandi. Greinlegt var að heyra að enginn sem lét í sér heyra var hress með bæjarstjórnina, sumir kenndu svo aumingja bæjarstjóranum um þetta allt saman !
Eini Siglfirðingurinn sem óskaði eftir svari, við þrem skriflegum spurningum, sem raunar voru kynntar sem væntanlegt innlegg í byrjun fundar án þess að þær væru lesnar, en fengu ekki afgreiðslu fundarboðenda, þrátt fyrir ítrekaða beiðni spyrjandans, og ekki fengust svör við þeim né skýring gefin á því hversvegna ekki var hægt að svara þeim. Strax í kjölfar fundarslita komu upp getgátur um hvers vegna ekki, án þess þó að nokkur vissi um innihaldið nema fundarboðendur og spyrjandinn. Svörin og skýringar við öðrum spurningum fundarmanna, fannst mér að mörgu leiti vera nokkuð fálmkenndar og vandræðalegar. Enda ef til vill í sumum tilfellum vart hægt að svara mörgum þeirra sem fram komu meðal annars í frammíköllum fundarmanna. Myndirnar hér eru af fundargestum, bæði inni og utandyra, en ekki var hleypt strax inn í húsið af ókunnum ástæðum, þetta var svona eins og í barnabíó í gamla daga þegar ösinni var hleypt inn 5-10 mínútum fyrir sýningu.
33 photos · 927 views