new icn messageflickr-free-ic3d pan white
Flugvélaflak á Sólheimasandi | by Sæbjörg - Ingibjörg Hilmars
Back to photostream

Flugvélaflak á Sólheimasandi

Þessi flugvél var í þjónustu US Navy, og er af gerðinni Douglas R4D. Hún var í byrgða flutningum fyrir herinn og átti að lenda á Höfn (fyrir ratsjástöðina á Stokksnesi). Veðrið lokaðist á þá, og þeir snéru því við.

Á leiðinni til baka frétta þeir af því að Keflavík hafi lokast líka, og þegar þeir voru búnir að brenna megninu af eldsneytinu, lentu þeir í fjöruborðinu á Sólheimasandi á einum af fáum stöðum sem enn var tiltölulega bjart yfir.

Sagt hefur verið að vélin hafi verið nánast óskemmd eftir lendinguna, og tiltölulega lítið mál að gera við hana. En þar sem þessar vélar voru að hverfa úr notkun hersins þótti ekki svara kostnaði að gera hana ferjuhæfa á staðunum, og tók herinn það úr henni sem með einhverju móti var hægt að nota, s.s. mótora, innréttingar og mæla. Allt annað var skilið eftir.

1998 eða 99 var stélið sagað af henni og flutt austur í Lón, þar sem önnur R4D sem herinn skildi eftir hefur verið innréttuð sem sumarbústaður, en á hana vantaði stélið. Þegar ég kom þarna í kringum '90-'93 voru vængirnir enn á vélinni, veit ekki hvað varð um þá en þá vantar núna báðum megin.

 

4,378 views
13 faves
11 comments
Taken on August 6, 2007