KFUM og KFUK á Íslandi > Collections

Vindáshlíð eru sumarbúðir á vegum KFUM og KFUK. Á staðnum er íþróttahús og gott útileiksvæði með leiktækjum og fótboltavelli. Í Vindáshlíð er margt hægt að gera og foringjarnir taka upp á ýmsu óvæntu. Á hverjum degi er lesin biblíusaga og mikið sungið.

Umhverfið býður upp á fjölbreytta útiveru, svo sem gönguferðir upp á Sandfell, að Selárfossi (Brúðarslæðu) og að Pokafossi. Rétt við íþróttahúsið er að finna apabrú og aparólu sem gaman er að sveifla sér og lítinn skógarkofa.