new icn messageflickr-free-ic3d pan white
Worn | by Karifannar.com
Back to group

Worn

This is a stairwell located in an abandoned house in Western Iceland and is called Arngerðareyri, and is located in ísafjörður in Ísafjarðardjúpi. Like in so many other countries the population is accumulating in urban areas and there are many abandoned houses across the country side.

 

Þar sem mér hafa borist nokkrar fyrirspurnir um nákvæma staðsetningu þessa eyðibílis þá hef ég lagst í talsverða rannsóknarvinnu og er niðurstaðan er að bærinn er á Arngerðareyri í Nauteyrarhrepp við Ísafjörð sem liggur í Ísafjarðardjúpi. Hann er venjulega kallaður bara Arngerðiseyri og eru næstu bæir við hann Brekka og Laugarból. Fyrir þá sem eru jafn illa að sér og ég á staðháttum þarna þá mætti segja að býlið væri austan megin í Ísafirði miðja leið á milli Ísafjarðaráar og steingrímsfjarðarheiði, erfitt er að keyra þessa leið án þess að verða var við það enda er það eins og kastalli rétt við þjóðveginn.

 

Þarna voru á símum tíma mikill umsvif og var þarna víst útibú Ásgeirsverslunar en mér skillst að það hafi verið eins skonar bónus síns tíma, þó getur einnig verið að útibússtjóri Ásgeirverslunar hafi búið þar og ekki verið þar verslun. Þarna var ferjustaður og hótel.

 

Einnig skilst mér að síðasta galdrabrennan á Íslandi hafi farið þar fram 1683 í Arngerðareyrarskógi og var þar brendur Sveinn Árnason. Hann var sá seinasti af sjö mönnum sem brendir voru fyrir galdra eftir að prestfrúin Helga Halldórsdóttir benti upprunalega á Jón Leiffsson sem dæmdur var af Eggerti Björnssyni sýslumanni sem var hálfbróður Pálls Björnssonar prófasts og eiginmanns Helgu. Við þessa athugun komst ég einnig að því að þessir tveir menn sem stóðu að þessarri brennu voru forfeður mínir. Efti þessar brennur munu allir líflátsdómar hafa verið sendir til staðfestingar í Kaupmannahöfn, en eftir það muni enginn hafa verið brendur fyrir galdra. Þó ber ekki öllu saman um þetta og kann að vera að ein brenna hafi átt sér stað í borgarfirði 1885.

 

Núna er eigandi þessa lands og býlis Lífsval EHF sem á á annað hundrað jarðir víðsvegar um landið og er mögulega því miður vísir á það sem koma skal í íslenskum landbúnaði.

 

Heimildir af þessu fann ég á wikipedia, sem og á bloggum sem urðu á vegi mínum og hef ég ekki fyrir því að skrá þær heimildir enda geta áhugasamir fundið þær fyrirhafnarlaust á Google

 

2,209 views
33 faves
66 comments
Taken on March 23, 2005