new icn messageflickr-free-ic3d pan white
Verið velkomin á sýningu mína á Thorvaldsen, Austurstræti 8 - 10, Reykjavík | by Agnes Geirdal
Back to photostream

Verið velkomin á sýningu mína á Thorvaldsen, Austurstræti 8 - 10, Reykjavík

 

Fíflar

Í öðrum heimi...

 

á Thorvaldsen bar, Austurstræti 8 – 10,

101 Reykjavík

1 . – 31. desember 2007,

 

Það var í vor... í byrjun júní að ég var úti í garði að reyta arfa og grafa upp fífla.

Garðurinn var eins og vígvöllur, fíflahræ út um allt. Við fánstöngina var kröftugur brúskur sem ég var að fara að ráðast á en eitthvað stoppaði mig, ég horfði á fórnarlambið, hljóp inn og náði í myndavélina og fór að taka myndir af þessum óvelkomna gesti. Það kom mér verulega á óvart hvað fyrirsætan stóð sig vel og var ótrúlega falleg og síðan stóð ég með tárin í augunum og horfði með mikilli eftirsjá á öll fíflalíkin sem lágu í garðinum og hefðu getað orðið að listaverkum.

Ég fór að hugsa til þessa vorboða sem gefur manni vonir um að veturinn sé á undanhaldi, fyrsta villta íslenska blómið sem flest íslensk börn læra að þekkja, hvort sem þau búa í sveitum eða bæjum. Það eru ekki ófáir fíflavendir sem mamma eða amma hafa fengið og hafa svo endað í litlum blómavasa eða sultukrukku úti í eldhúsglugga.

Á þessari stundu ákvað ég að taka myndir af fíflum þetta sumarið og garðurinn fengi að skarta sínum villtasta gróðri.

 

Kveðja

Agnes Geirdal

  

Dandelions

In another world…

 

In early June this summer, I was in the garden pulling weeds and digging up dandelions. The garden was like a battlefield, with dandelion corpses strewn all over it. Having spotted a robust tuft of the flower at the flagpole, I was about to launch an attack on it when something held me back. I gazed at my target, ran inside to fetch my camera and started shooting pictures of the intruder. I was immensely surprised to see how well my model photographed and by its incredible beauty. Afterwards I stood in tears watching all the fallen dandelions lying scattered over the garden, which could have become works of art.

 

This set me thinking about these harbingers of spring, which cheer us up in hopes that winter is finally retreating. They are also the first wild flower that most Icelandic children, whether town- or country-dwelling, learn to recognise. Many a dandelion bouquet has been given to mothers and grandmothers, then put in a small vase or jam jar and fondly placed on the kitchen window sill. I decided to photograph dandelions for the rest of that summer – and allow the garden to flaunt its wildest plant and floral displays.

 

Regards

Agnes Geirdal

 

7,676 views
106 faves
124 comments
Taken on June 30, 2007