Gítarveisla í minningu Einars Einars
Ég datt í þann lukkupott á menntaskólaárunum að gerast leigjandi hjá Einari rithöfundi frá Hermundarfelli, Guðrúnu og Einari yngri að Þingvallastræti 26 á Akureyri. Í dag var Einars yngri minnst á tónleikum í Neskirkju, gítarveislu sem enginn viðstaddur gleymir. Hann hefði orðið fimmtugur í dag, 12. nóvember 2006. Bergþóra systir Einars var helsta driffjöðrin í hópnum sem undirbjó veisluna og útgáfu geisladisksins Finisterre með einleik Einars í tilefni dagsins. Ég tók nokkrar myndir á æfingu gítarsnillinga í Tónskóla Sigursveins í gær og svo á sjálfum tónleikunum í dag. Neskirkja tekur 350 manns í sæti og hún var troðfull! Og þvílíkir tónleikar! Myndirnar tileinkar leigjandinn fjölskyldunni sinni í Þingvallastrætinu forðum daga og alveg sérstaklega minningu feðganna Einar Kristjánssonar og Einars Kristjáns Einarssonar.

PS. Athugið að hægt er að skoða myndirnar sem skuggamyndasýningu og velja sjálfur hve lengi hver myndir dvelur á skjánum (sjá stillinguna slideshow uppi til hægri!).
64 photos · 813 views