new icn messageflickr-free-ic3d pan white
Vetur í Odda | by Eyþór
Back to photostream

Vetur í Odda

Vetur hafði þegar haslað sér völl í Odda á Rangárvöllum þegar okkur bar að garði. Björt hádegissólin flæddi um snævi þakið landið og ísi lögð Rangá glitraði í fjarska. Gáskafullur leikur smáfuglanna í sliguðum greinum grenistrésins við bæinn fangaði athygli læðu sem baslaði við að feta sig áfram í djúpum snjónum. Visin strá stóðu upp úr nýfallinni fönninni og biðu þegjandaleg í kyrrðinni.

390 views
1 fave
5 comments
Taken on October 29, 2007