Sticky 

Sauðalitir

Reir 5:21pm, 24 October 2006
Ég hef áhuga á að kynnast íslensku sauðalitunum og afbrigðum af þeim
hvað heitir til dæmis litarafbrigðið á henni Kápu á linknum hér að neðan?

www.flickr.com/photos/kitty_b/222007632/in/pool-icelandic...

Eigum við ekki að stefna að því að safna sem flestum litum og finna út hvað þeir heita?
Hvað segið þið um það?
admin
Jú þetta væri frábært, hafa sem mestar upplýsingar hér.
adals 11 years ago
Það er rétt hjá þér að Kápa er arnhöfðótt, nánar tiltekið mó-arnhöfðótt - en það á bara við um litinn í andlitinu, eftir nafninu að dæma (það sést ekki alveg á myndinni) er hún líka kápótt, þ.e dökk að framanverðu en hvít að aftan.

Bændasamtökin gefa út plakat með sauðfjárlitum, stórfróðlegt (og flott), sjá www.bondi.is/landbunadur/wgbi.nsf/key2/veggspjold
gurrygudfinns 11 years ago
Veit einhver hvernig á að þýða nöfnin á ullinni yfir á ensku? T.d. tog hvað er það á ensku?
admin
Ég leitaði smá en fann ekki mikið um þetta en þó má kannski finna á þessum síðum eitthvað....

Íslenska..
www.handknit.is/user/cat/5
Enska..
www.handknit.is/en/user/cat/7
Groups Beta